KÖKUKEPPNI HJÁ MIÐSTIGI
- berglindbarnfinnsd
- Oct 21, 2020
- 1 min read

Heil og sæl Í þessari viku kláruðum við sjúkást fræðslu hjá unglingunum en sú fræðsla er í samstarfi við stígamót. Fræðslan gekk mjög vel og erum við mjög glöð með hvað margir komu og tóku þátt. Á miðvikudaginn var svo kökukeppni hjá miðstigi og þar tóku alls 20 lið/einstaklingar þátt. Myndir af kökunum má sjá hér að neðan. Dómarar voru Kata forstöðukona atom og Hlynur og Bryndís í 9. bekk. Næsta miðvikudag verður svo kókoskúlugerð hjá miðstigi og þurfa krakkarnir ekki að koma með neitt með sér nema nestisbox ef þau vilja taka með sér kúlur heim. Við verðum með halloween opnun þann 4. nóv en þá má mæta í búning (verðlaun fyrir besta búninginn). Búið er að setja inn dagskrá fyrir nóvember.



コメント